Video: Stoltur af því að styrkja atvinnulífið á Suðurnesjum
- segir Skúli Mogensen eigandi Wow en hann á ættir sínar að rekja til Keflavíkur.
Það hefur verið mikið flug á flugfélaginu Wow að undanförnu en nýlega hóf félagið flug til Bandaríkjanna og tók í notkun splunkunýja Airbus flugvél. Skúli Mogensen, eigandi Wow er bjartsýnn á framtíð félagsins og ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Skúli segir m.a. í viðtalinu að Ísland þurfi að hugsa eins og framsækið fyrirtæki. Möguleikarnir í ferðaþjónustunni á næstu árum séu gríðarlega miklir. Aðspurður segist hann stoltur og ánægður með að eiga þátt í því að styrkja atvinnulífið á Suðurnesjum en um 250 manns starfa nú hjá Wow og fjölmargir Suðurnesjamenn. Hjá félaginu eru margir af lykil starfsmönnunum frá Suðurnesjum. Einn þeirra er Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs. Páll Ketilsson ritstjóri VF ræddi við Skúla og Björn rétt áður en hin nýja flugvél félagsins hóf sig á loft í fyrsta flugið til Boston.