Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Video: Slasaðist í sprengingu á æfingu
Mánudagur 26. október 2009 kl. 14:13

Video: Slasaðist í sprengingu á æfingu

Það er aldrei of varlega farið og óhöpp geta orðið á æfingum viðbragðsaðila. Því kynntist björgunarsveitarmaður á landsæfingu björgunarsveita hér á Suðurnesjum um helgina. Lokaverkefni æfingarinnar var sprenging í iðnaðarhúsnæði þar sem á þriðja tug manna átti að hafa slasast. Á miðri æfingunni varð hins vegar raunveruleg sprenging þar sem einn maður slasaðist, þó ekki alvarlega og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi eftir skoðun. Hann brann í andliti og mætti rjóður í andliti í kvöldverðarboð eftir æfinguna.


Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við Guðlaug Ottesen, sem var vettvangsstjóri á æfingasvæðinu í gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði. Þar eru einnig svipmyndir frá æfingunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Björgunarsveitarmenn koma hlaupandi með félaga sinn sem varð fyrir eldsprengingu á æfingunni...




... og manninum er komið fyrir á sjúkrabörum með hraði...




... og farið með hann í snarhasti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Um 100 björgunarsveitarmenn á svæðinu og óþarfi að kalla til sjúkrabifreið.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson