Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Video: Skáli Íslendings boðinn út í mars
Föstudagur 12. janúar 2007 kl. 13:02

Video: Skáli Íslendings boðinn út í mars

Sýningarskáli Íslendings, sem verður miðdepill Víkingaheima í Reykjanesbæ, verður boðinn út í mars á þessu ári. Framkvæmdir við Víkingaheima og sýningarskálann munu kosta hundruði milljóna en gert er ráð fyrir að sýningarskálinn kosti um 200 milljónir – án búnaðar. Aðstandendur verkefnisins búast við yfir 100.000 gestum á ári á sýningarsvæðið og í skemmtigarð Víkingaheima.

Fjölmenni var á kynningarfundi sem haldinn var í gær í Bíósal Duushús þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins Víkingaheimar og Íslendingur.

Í vefsjónvarpi Víkurfrétta má sjá viðtal við Steinþór Jónsson, verkefnisstjóra Víkingaheima, um stöðu framkvæmda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024