Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Video: Sjóarinn Síkáti í Grindavík
Mánudagur 4. júní 2007 kl. 16:45

Video: Sjóarinn Síkáti í Grindavík

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land um síðustu helgi og eins og venjulega var mikið um dýrðir á Sjóaranum síkáta í Grindavík þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best.

Grindvíkingar og gestir þeirra létu veðrið ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega alla helgina. Dagskráin hófst á föstudag með listsýningum, tónlistaratriðum og uppákomum fyrir börnin og náði hámarki á sunnudag, sjálfan sjómannadaginn.


Þar voru sjómenn heiðraðir fyrir störf sín, að gömlum sið, í ár voru það þeir Hinrik Bergsson, Björn Gunnarsson og Karl Helgason. Þá sló ræðumaður dagsins, Guðmundur Ólafsson, leikari, á létta strengi í greiningu sinni á íslenskum sjómönnum og kirkjukórinn í Grindavík söng nokkur ljúf lög.

Að því loknu var komið að hefðbundnum keppnisgreinum líkt og flekahlaupi og koddaslag en dagskránni lauk svo síðar um daginn.

Videofrétt um Sjóarann síkáta má sjá með því að smella hér.

VF-mynd/Þorsteinn Gunnar - Fleiri myndir í Ljósmyndasafni VF til hægri á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024