Video: Sigurhátíð í Stapa
Ofsakátir Njarðvíkingar fögnuðu sínum mönnum ákaft við komuna í Stapa, en þangað komu Íslandsmeistarnir í tveggja hæða rútu frá SBK um miðnætti.
Þeir grænu hafa þurft að bíða í fjögur ár eftir titlinum sem sat á Sunnubrautinni og leyndi fögnuðurinn sér því ekki. Þetta var 13. Íslandsmeistaratitill Njarðvíkinga en þeir eiga enn eftir að vinna þrjá til að slá met ÍR sem unnu 15 titla á sínum tíma.
Hér að neðan má sjá myndskeið frá sigurhatíðinni sem og viðtöl, en frekari umfjöllun verður um leikinn á vf.is morgun.
Video: Íslandsmeistarar koma til Njarðvíkur
Video: Einar Árni Jóhannsson, þjálfari, kampakátur
Video: Rúnar Erlingsson og Hjörtur Einarsson
Video: Erlingur Hannesson, stuðningsmaður UMFN
Video: Brenton Birmingham
VF-myndir/Þorgils