Video: Rauðu örvarnar farnar frá Keflavík
Ellefu þotur flugsýningarsveitar breska flughersins Rauðu örvanna (Red Arrows) lentu á Keflavíkurflugvelli í gær. Flugsveitin vará leið vestur um haf til þátttöku í flugsýningum í Kanada og Bandaríkjanna og hélt áfram ferð sinni þangað í dag. Þoturnar eru tveggja sæta æfingarflugvélar af gerðinni Hawker T-1. Með þeim í för er Nimrod eftirlitsþota til leiðsagnar og björgunarstarfa og flutningaflugvél af Gerðinni C-17 Globemaster III með flugvirkja og þjónustubúnað sveitarinnar. Rauðu örvarnar höfðu síðast viðdvöl hér á landi árið 2002. Nimrod- og Globemaster-þotur voru alltíðir gestir á vellinum í tíð varnarliðsins en hafa ekki sést þar síðan árið 2006.
- Sjá video í Vefsjónvarpi Víkurfrétta!