Video: Olíublautir fuglar á Hvalsnesi
Talið er líklegt að hundruð fugla hafi drepist vegna olíumengunar frá Wilson Muga í Hvalsnesfjöru. Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness fundu í morgun fyrstu olíublautu fuglana og þeir gagnrýna að vöktun á lífríkinu hafi ekki verið á svæðinu meðan skipið var þar.
Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Reykjaness fann fyrstu olíublautu fuglana í Hvalsnesfjöru í morgun. Það er þungt hljóðið í Gunnari sem telur hugsanlegt að mörg hundruð fuglar hafi og muni drepast vegna olíumengunar frá Wilson Muga.
Vefsjónvarp Víkurfrétta. Smellið hér til að sjá frétt!
.