Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Olía í tjörn við Wilson Muuga
Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 22:47

Video: Olía í tjörn við Wilson Muuga

Tjörn sem sjór flæðir inn í á háflóði við strandstað Wilson Muuga kann að vera menguð af olíu. Sérfræðingar Náttúrustofu Reykjaness telja sig merkja olíu í þangi og öðru í tjörninni. Blaðamaður Víkurfrétta skoðaði staðinn undir kvöld. Greinilegt er að olíublandaður sjór hefur leikið um svæðið og ljóst að þar er olía að brotna niður. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þess fara á staðinn í fyrramálið og meta aðstæður.

Víkurfréttir hafa tekið saman sjónvarpsfrétt og myndband um olíublauta fugla sem fundist hafa á Suðurnesjum og hugsanlega olíumengun við strandstað Wilson Muuga. Sjá nánar í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.


Mynd: Frá vettvangi við strandstað Wilson Muuga. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024