Video: Móðir með tvö börn í íbúðinni sem brann
Móður tókst að koma sér og tveimur ungum börnum sínum út brennandi íbúð á efstu hæð fjölbýlishúss við Hringbraut í Keflavík í kvöld. Móðirin og börnin voru að horfa á sjónvarp um klukkna hálf níu þegar eldurinn kviknaði og íbúðin varð alelda á skömmum tíma.
Húsið var rýmt og slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni.
Sjá myndband frá vettvangi í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á forsíðu vf.is
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson - frá vettvangi brunans í kvöld.