Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Mikill meirihluti vill viðræður við Alcan um álver á Keilisnesi
Miðvikudagur 20. júní 2007 kl. 22:43

Video: Mikill meirihluti vill viðræður við Alcan um álver á Keilisnesi

Fjölsóttur íbúafundur í Vogum veitti bæjaryfirvöldum í kvöld heimild til að ræða frekar við fulltrúa Alcan um möguleika á álveri á Keilisnesi. Þar kom einnig fram skýlaus vilji bæjarbúa um að leitast yrði til þess að línumannvirki sem þarf að leggja um land sveitarfélagsins verði sett í jörðu, en ekki loftstreng. Um 130 manns sóttu fundinn. Ekki voru allir á eitt sáttir um álversáform, en mikill meirihluti fundarmanna vildi að minnsta kosti athuga hvað væri í boði.

 

Víkurfréttir tóku Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra í Vogum, tali eftir fundinn og má sjá viðtalið í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is.

 

Sjá viðtalið hér!

 

VF-mynd: Frá borgarafundinum í Vogum síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024