Video: Mikið framfaraskref stigið á Suðurnesjum
Menn eru sammála um að mikið framfaraspor hafi verið stigið á Suðurnesjum í gær þegar hlutafélag var stofnað um háskólarekstur á Keflavíkurstöðinni. Þegar hafa safnast 310 milljónir króna til háskólans. Eitthundrað milljónum af tekjum ríkisins af sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja hf. var í gær varið til nýja háskólans. Fjármunirnir runnu til Háskóla Íslands, sem síðan setti féð inn í Keili, nýja hlutafélagið um háskólann á Keflavíkurflugvelli. Auk Háskóla Íslands eru lykilfyrirtæki í útrás íslensks atvinnulífs erlendis, ásamt fyrirtækjum og félögum á Suðurnesjum meðal hluthafa.
Fyrsta verkefni Keilis, Miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs verður stofnsetning Frumgreinadeildar sem hefja mun starfsemi strax næsta haust. Nám við deildina er þróað í samstarfi við HÍ og í samræmi við inntökukröfur hans.
Námið verður auglýst í næstu viku en námsskrá hennar miðar að því að undirbúa fólk eldra en 24 ára undir háskólanám með 9-12 mánaða fornámi. Deildin á að skapa þeim sem ekki hafa stúdentspróf tækifæri til háskólanáms.
Einnig stefnir félagið að því að hefja næsta haust kennslu við nýjan starfsgreinatengdan fagskóla (Polytechnic). Fyrsta verkefni hans verður stofnun Flugakademíu í samstarfi við fyrirtæki í flugstarfsemi og aðra hagsmunaaðila, en þar verður sinnt kennslu í allri flugtengdri starfsemi svo sem flugmennsku, flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugvirkjun. Stofnun starfsgreinatengds fagskóla er í samræmi við tillögur starfsnámsnefndar Menntamálaráðuneytis frá síðasta sumri.
Runólfur Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keilis, en formaður stjórnar félagsins er Árni Sigfússon. Þeir eru í viðtölum í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sem má nálgast í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is
Sjá fréttina hér!
Fyrsta verkefni Keilis, Miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs verður stofnsetning Frumgreinadeildar sem hefja mun starfsemi strax næsta haust. Nám við deildina er þróað í samstarfi við HÍ og í samræmi við inntökukröfur hans.
Námið verður auglýst í næstu viku en námsskrá hennar miðar að því að undirbúa fólk eldra en 24 ára undir háskólanám með 9-12 mánaða fornámi. Deildin á að skapa þeim sem ekki hafa stúdentspróf tækifæri til háskólanáms.
Einnig stefnir félagið að því að hefja næsta haust kennslu við nýjan starfsgreinatengdan fagskóla (Polytechnic). Fyrsta verkefni hans verður stofnun Flugakademíu í samstarfi við fyrirtæki í flugstarfsemi og aðra hagsmunaaðila, en þar verður sinnt kennslu í allri flugtengdri starfsemi svo sem flugmennsku, flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugvirkjun. Stofnun starfsgreinatengds fagskóla er í samræmi við tillögur starfsnámsnefndar Menntamálaráðuneytis frá síðasta sumri.
Runólfur Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keilis, en formaður stjórnar félagsins er Árni Sigfússon. Þeir eru í viðtölum í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sem má nálgast í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is
Sjá fréttina hér!