Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Metanól verksmiðja reist í Svartsengi
Föstudagur 23. október 2009 kl. 14:07

Video: Metanól verksmiðja reist í Svartsengi

Fyrsta skóflustunga að nýrri metanól verksmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkukr var tekin sl. laugardag. Verksmiðjan á að verða tilbúin eftir eitt ár og þá verður allt bensín sem selt verður á stöðvum Olís blandað metanóli. Farartæki knúin með þessu eiga að menga minna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands var viðstaddur ásamt George Olah Noble, verðlaunahafa í efnafræði en verksmiðjan mun bera hans nafn. Hann er höfundur að aðferðinni varðandi vinnslu efnisins.


Eftir eitt ár verður hafin framleiðsla á metanóli í verksmiðjunni gangi áform eftir. Til þess verður nýttur koltvísýringur úr útblæstri virkjunar HS Orku og þannig framleitt eldsneyti á bíla. Bandarísk-íslenska eignarhaldsfélagið Carbon Recycling International stendur að byggingu fyrstu metanólverksmiðjunni sem reist hefur verið í viðskiptalegum tilgangi í heiminum.


Í fyrsta áfanga verða framleiddar ríflega tvær milljónir tonna af metanól með því að nýta þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í útblæstri frá virkjuninni í Svartsengi.


Unnið hefur verið að verkefninu síðastliðin þrjú ár og kostnaðurinn við verksmiðjuna er um einn milljarður króna. Sindi Sindrason, stjórnarformaður fyrirtækisins sagði að næsta verksmiðja yrði tíu sinnum stærri og yrði reist í nágrenni þessarar.



Mynd: Fyrstu skóflustungur að metanólverksmiðjunni í Svartsengi teknar á laugardag í síðustu viku.

Ljósmynd og video: Páll Ketilsson