Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Lögregla handtók hælisleitanda
Mánudagur 29. september 2008 kl. 15:49

Video: Lögregla handtók hælisleitanda



Lögregla var fyrr í dag kölluð að íverustað hælisleitenda í Njarðvík þar sem hún handtók einn þeirra að ósk félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ.

Umræddur hælisleitandi sem hafði látið ófriðlega og verið með hótanir. Var hann vopnaður hnífi og hótaði m.a. að skaða sjálfan sig með vopninu.

Á mbl.is segir að lögreglan hafi áður haft afskipti af manninum vegna ofbeldismála og hótana í garð annarra hælisleitenda. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem Hæstiréttur hins vegar felldi úr gildi.

Lögreglan skoðar nú hvort hún eigi að fara aftur fram á það að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, með vísun til útlendingalöggjafarinnar.

www.mbl.is



VFmynd/elg: Frá vettvangi fyrr í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndband komið í Vefsjónvarp Víkurfrétta