Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Kosninganóttin í Sandgerði
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 15:55

Video: Kosninganóttin í Sandgerði

Samfylkingin náði inn tveimur mönnum í bæjarstjórn í Sandgerði í gær rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og K-listi. Framsóknarmenn náðu inn einum fulltrúa. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, var ánægður með niðurstöðuna.

Hér að neðan er hægt að skoða viðtöl við oddvita Samfylkingar, K-lista og Framsóknarmanna en því miður er ekki hægt að sýna viðtal við Sigurð Val Ásbjarnarson, bæjarstjóra í Sandgerði, sökum tæknilegra vandamála við hljóðvinnslu í viðtalinu. Víkurfréttir biðjast afsökunar á þessu vandamáli en Sigurður sagði í samtali við Víkurfréttir að það hefði verið ánægjulegt að vinna mann til baka inn í bæjarstjórnina og að það myndi skýrast á næstu dögum hvaða flokkar myndu mynda meirihluta í Sandgerði.

 Video: Sjá viðtöl við oddvita S,K og B-lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024