VIDEO: Hugmyndahúsið Ásbrú virkjar hugmyndir til framkvæmda
Hugmyndahúsið – Ásbrú mun starfa innan „Vikjunar mannauðs á Reykjanesi“ nú í vetur. Hausdagskráin er komin í gang en Hugmyndahúsið heldur sína vikulegu fundi á miðvikudögum milli kl. 17:00 til 18:00 þar sem fræðsla, stuðningur og samvinna eru í fyrirrúmi.
Hægt er að koma starfsemi Hugmyndahússins með ýmsum hætti og er húsið ætlað öllum þeim sem ganga með hugmyndir og vilja koma þeim í framkvæmd. Einnig þeim sem vilja vinna að hugmyndum með öðrum, þ.e. eigin hugmyndum og/eða annarra eða langar að leggja hugmyndum lið með sérþekkingu sinni eða vinnukrafti. Hugmyndahúsið – Ásbrú getur einnig komið þeim að gagni sem vilja fjárfesta í nýjum tækifærum eða vilja styðja nýsköpun og á það jafnt við um einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir. Þá er húsið einnig fyrir þá sem vilja stuðla að atvinnusköpun á Suðurnesjum.
Víkurfréttir heimsóttu Hugmyndahúsið á Ásbrú í dag og þar varð fyrir svörum Ólafía Ólafsdóttir innanhússarkitekt sem starfað hefur að verkefnum í Virkjun, en svo nefnist 1600 fermetra húsnæði sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, leggur til meðal annars fyrir Hugmyndahúsið.
Viðtal við Ólafíu má sjá hér að neðan í meðfylgjandi myndbandi.
Þeir sem ekki sjá myndskeið á vf.is er bent á að þau eru í Flash-sniði og nýjustu útgáfur af Flash-spilurum má nálgast hér.