Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Hluti áhafnar fluttur í land úr strönduðu skipi
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 09:31

Video: Hluti áhafnar fluttur í land úr strönduðu skipi


Stærstur hluti áhafnar skuttogarans Sóleyjar Sigurjóns GK frá Garði hefur verið fluttur í land í Sandgerði eftir að togarinn strandaði í innsiglingunni til Sandgerðis snemma í morgun.

Það var klukkan rúmlega sex í morgun sem björgunarsveitir fengu útkall vegna strandsins. Björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði var fyrstur á staðinn. Lítil hætta er talin á strandstaðnum en til öryggis var hluti áhafnarinnar fluttur í land með björgunarbátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitin Suðurnes frá Reykjanes koma að björgunaraðgerðum ásamt áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein er á staðnum auk varðskipsins Týs. Stefnt er að því að draga skipið á flot á síðdegisflóðinu í dag.

Skipið er vel skorðað en það hallar um 35 gráður á strandstaðnum. Sóley Sigurjóns GK var á leiðinni inn til hafnar í Sandgerði þegar eitthvað fór úrskeiðis með þessum afleiðingum. Ekki er kominn leki að skipinu að sögn björgunarsveitarmanna á vettvangi.

Myndband í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson




Varðskipið Týr og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.



Menn hafa ekki getað hugsað sér betra veður til að stranda skipi við Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024