HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Video: Hluti áhafnar fluttur í land úr strönduðu skipi
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 09:31

Video: Hluti áhafnar fluttur í land úr strönduðu skipi


Stærstur hluti áhafnar skuttogarans Sóleyjar Sigurjóns GK frá Garði hefur verið fluttur í land í Sandgerði eftir að togarinn strandaði í innsiglingunni til Sandgerðis snemma í morgun.

Það var klukkan rúmlega sex í morgun sem björgunarsveitir fengu útkall vegna strandsins. Björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði var fyrstur á staðinn. Lítil hætta er talin á strandstaðnum en til öryggis var hluti áhafnarinnar fluttur í land með björgunarbátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitin Suðurnes frá Reykjanes koma að björgunaraðgerðum ásamt áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein er á staðnum auk varðskipsins Týs. Stefnt er að því að draga skipið á flot á síðdegisflóðinu í dag.

Skipið er vel skorðað en það hallar um 35 gráður á strandstaðnum. Sóley Sigurjóns GK var á leiðinni inn til hafnar í Sandgerði þegar eitthvað fór úrskeiðis með þessum afleiðingum. Ekki er kominn leki að skipinu að sögn björgunarsveitarmanna á vettvangi.

Myndband í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson




Varðskipið Týr og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.



Menn hafa ekki getað hugsað sér betra veður til að stranda skipi við Sandgerði.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025