Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: „Hitaveitan þarf nýtt blóð“
Fimmtudagur 5. júlí 2007 kl. 21:21

Video: „Hitaveitan þarf nýtt blóð“

-segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy


Forsvarsmenn stórfyrirtækisins Geysis Green Energy áttu eflaust von á því að yfirtakan á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja myndi ganga vel fyrir sig  þegar þeir áttu langhæsta tilboðið í útboði í vor.


Það fór ekki svo því þrjú sveitarfélög hafa ákveðið að ganga inn í tilboðið með forkaupsrétti.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, sagðist þó í samtali við Víkurfréttir ekki vera banginn með að hafa misst af færinu á Hitaveitunni.
„Það er mikill meirihluti eigenda sem vill fá okkur inn í félagið og það er því afar undarlegt þegar litlir aðilar eru að berjast gegn því. [...] Ég tel nefnilega að Hitaveita Suðurnesja þurfi á nýju blóði að halda og flestir eigendur hennar hafa talið að það væri gott að fá einkaaðila að til að mynda nýja framtíðarsýn fyrir Hitaveituna og ég vona að það muni ganga eftir þegar upp er staðið.“


Varðandi samskipti sín við Grindvíkinga segist Ásgeir búast við því að samningur sem Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, skrifaði undir við GGE um kaup á hluta bæjarins verði virtur, en annars sé verið að skoða þau mál ofan í kjölinn.

 

Sjáið viðtal Páls Ketilssonar við Ásgeir Margeirsson í VefTV Víkurfrétta - Smellið hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024