Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Gagnaver Verne Global á Ásbrú
Föstudagur 2. október 2009 kl. 14:37

Video: Gagnaver Verne Global á Ásbrú

Framkvæmdir við fimmtíu milljarða króna raffænt gagnaver Verne Global á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu í Keflavík, eru í fullum gangi. Mörg hálaunastörf fyrir Íslendinga verða til þegar starfsemin fer í gang innan skamms tíma. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að þetta rafræna gagnaver muni m.a. nýta íslenska rokið til að kæla flókin tölvubúnað en stofnun þess muni hafa mikla og margvíslega þýðingu og ekki aðeins fyrir nær samfélagið.

Meðfylgjandi er sjónvarpsfrétt Víkurfrétta um málið með viðtali við Jeff Marone, forstjóra Verne Global, auk ítarlegs viðtals við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, um gagnaverið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024