Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Fjölmenni við opnun nýrrar Samkaupsverslunar
Föstudagur 23. febrúar 2007 kl. 20:12

Video: Fjölmenni við opnun nýrrar Samkaupsverslunar

Samkaup opnaði í dag nýja og glæsilega verslun í Garði og fjölmenntu bæjarbúar við opnunina. Verslunin, sem rekin er undir merkjum Samkaup Strax, er staðsett við Sunnubraut í nýju miðbæjarhúsi sem óðum tekur á sig endanlega mynd en með hækkandi sól munu önnur þjónustufyrirtæki komu sér fyrir í byggingunni, s.s. Spkef og  bæjarskrifstofurnar auk þess sem lögregluvarðstofa verður þar staðsett.
Nýja Samkaupsverslunin verður opin virka daga frá kl. 9 – 21, laugardaga frá 10 – 21 og á sunnudögum frá kl. 12-19.


Mynd: Brynja Pétursdóttir varð fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar og hlaut fyrir vikið glaðning frá Samkaup, sem hún var ekki óánægð með eins og sést á myndinni.

VF-mynd: elg

 

Sjá myndband í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á forsíðu vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024