Video: Fiskvinnsluhús í Keflavík sprengt í loft upp
Eins og við sögðum frá fyrr í dag var það mikið sjónarspil að sjá þegar gamla fiskvinnslustöðin Jökull við Framnesveg var sprengd í loft upp í hádeginu í dag. Um 70 sprengihleðslum hafði verið komið fyrir í húsinu og það var síðan á slaginu 12:30 sem húsið var sprengt og það féll eins og spilaborg til jarðar - eða alveg eins og menn vildu hafa það en íbúðarhús eru við húsgaflinn.
Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta var á staðnum og festi viðburðinn á myndband sem er nú orðið aðgengilegt hér á vf.is og má sjá hér að ofan. Einnig má sjá myndir í myndasafni Víkurfrétta á forsíðu vf.is.
Í meðfylgjandi myndbandi er húsið sprengt nokkrum sinnum og það sýnt á mismunandi hraða og þá er húsið "byggt" að nýju með því að sýna sprenginguna afturábak.
Kvikmyndataka og ljósmyndun: Hilmar Bragi Bárðarson