Video: Fiskur í Sandgerðistjarnir?
Þann 9. febrúar s.l. greindu Víkurfréttir frá því að forstöðumönnum Fræðasetursins í Sandgerði og Náttúrustofu Reykjaness hafi verið falið að skoða hugmynd um það hvort nýta mætti tjarnir í nágrenni við Sandgerðisbæ undir bleikjuseiði.
Málið hefur verið til skoðunar en bleikjan reyndist ekki hentug í tjarnirnar. Víkurfréttir höfðu samband við Reyni Sveinsson, forstöðumann Fræðasetursins og bæjarfulltrúa í Sandgerðisbæ, en hann var vongóður um að hægt væri að nota aðrar tegundir af fisk í tjarnirnar.
Viðtal við Reyni Sveinsson – smellið hér