Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Video: Drápu mink við gamla vitann á Garðskaga
    Minkurinn á pallinum við gamla vitann á Garðskaga.
  • Video: Drápu mink við gamla vitann á Garðskaga
    Minkurinn fékk sér að drekka úr polli við gamla vitann. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 11:50

Video: Drápu mink við gamla vitann á Garðskaga

- var að flækjast við fætur ferðamanna

Minkur hefur verið að flækjast í kringum gamla vitann á Garðskaga undanfarna daga. Minkurinn er skaðræðsskepna og ekki vel séður. Hann hefur hugsað sér gott til glóðarinnar í fjölskrúðugu fuglalífinu á Garðskaga.

Veitingamennirnir á kaffihúsinu í gamla vitanum hafa heyrt af ferðum minksins undanfarna daga við gamla vitann. Minkurinn hefur jafnvel gerst svo kræfur að vera að flækjast við fætur ferðamanna sem hafa setið á bekkjum við vitann.

Þeir sem þekkja til minks vita að hann getur bitið fast og snúist til varnar telji hann sér ógnað. Minkurinn er því ekki æskilegur við gamla vitann á Garðskaga né á öðrum stöðum í íslenskri náttúru.

Þegar staðarhaldarar í gamla vitanum komust loks í tæri minkinn í gærkvöldi varð ljóst að hann átti sér enga undankomuleið. Leiftursnögg viðbrögð og gott hælspark endaði líf minksins sem ekki mun angra fugla- og mannlíf á Garðskaga í framhaldinu. Eflaust eru þó fleiri minkar á svæðinu og sjaldnast einn minkur á ferð.

Ferðamenn höfðu skömmu áður fylgt minknum eftir þar sem hann hljóp eftir gangstétt að gamla vitanum og drakk úr polli. Ferðafólkinu fannst minkurinn krúttlegt dýr sem þau héldu að hægt væri að klappa. Fólkinu var því brugðið þegar minkurinn var drepinn en skildi ástæðuna eftir að hafa fengið útskýringu og prísuðu sig sæla að hafa ekki reynt að klappa dýrinu.

Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta myndaði minkinn á Garðskaga í gærkvöldi. Við vörum viðkvæma við myndunum. Þær gætu valdið óhug.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024