Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Bruni hjá slökkviliðinu
Mánudagur 26. október 2009 kl. 14:30

Video: Bruni hjá slökkviliðinu

Eldur kom upp í æfingaaðstöðu slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja við Hafnaveg í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi. Eldurinn logaði í þaki reykköfunaraðstöðu slökkviliðsins og voru eldtungurnar að brjóta sér leið út úr húsinu þegar slökkviliðið kom að.

Æfingar hafa staðið yfir í reykköfunaraðstöðunni alla síðustu viku og einnig í morgun en æfingum lauk á ellefta tímanum. Telja menn að þakið hafi bæði verið orið heitt og þurrt eftir miklar æfingar síðustu daga og því hafi glóð orðið að báli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í reykköfunarhúsinu eru kveiktir eldar í sérstöku eldstæði og húsið látið fyllast af reyk og slökkviliðsmenn fá síðan það verkefni að fara í gegnum þrautir að eldinum til að slökkva hann. Í morgun töldu menn sig hafa farið frá húsinu án þess að í því leyndis glóð en þegar fór að rjúka úr húsinu skömmu fyrir hádegi var ljóst að ekki var allt með felldu.

Meðfylgjandi myndband var tekið upp þegar slökkvistarfið stóð yfir í hádeginu.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson