Video: Biskupinn vék að prestsvalinu og brotthvarfi VL í setningarræðu
Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup, sagðist í setningarræðu sinni á Prestastefnu í kvöld, vona að aðilum í prestamálinu bæri gæfa til að taka höndum saman um heill kirkju sinnar. Hann gat þess jafnframt að biskup og ráðherra væru bundnir af vilja meirihluta valnefndarinnar.
Í þessum myndskeiðum úr setningarræðunni má heyra nánar hvað biskup hafði að segja um þessi mál:
Video: Biskup talar um prestsvalið. (wmv)
Þá vék biskup einnig að brotthvarfi Varnarliðsins í máli sínu þar sem hann sagði það fagnaðarefni að skipan heimsmála væri með þeim hætti að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflvíkurflugvellli.
Video: Biskup talar um brotthvarf Varnarliðsins. (wmv)
Víkurfréttir hljóðrituðu ræðu séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups, í heild sinni. Ræðan tók tæpa klukkustund.
Hljóð: Hér má hlusta á setningarræðu biskups í heild sinni. (wmv)