Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Bátur sökk í Sandgerði
Þriðjudagur 25. október 2005 kl. 21:35

Video: Bátur sökk í Sandgerði

Þilfarsbáturinn Ritur ÍS-22 sökk í höfninni í Sandgerði í dag. Báturinn, sem er 10 brúttórúmlestir sökk á skammri stund, þar sem hann var bundinn við flotbryggju í höfninni. Að sögn sjónvarvotta fór báturinn niður á um hálfri klukkustund og var ekki við neitt ráðið. Nú hafa videomyndir verið settar inn á vef Víkurfrétta frá vettvangi.

Að sögn Björns Arasonar, hafnarstjóra, hefur báturinn verið við festar í höfninni í þrjú ár og var ekki haffær. Sjálfvirkar dælur hafa verið í bátnum og verið fylgst reglulega með honum.

Síðast í gær var farin eftirlitsferð um borð og þá var allt í lagi.

Báturinn er smíðaður úr furu og eik í Hafnarfirði fyrir rúmum fjórum áratugum og er talið að hann hafi verið orðinn gisinn á milli borða þannig að skyndilega hafi opnast stór rifa sem olli því að báturinn sökk.

Báturinn verður dreginn á hafsbotni yfir að öðrum hafnargarði og hífður þar upp á morgun. Báturinn er talinn ónýtur.

Video: Sokkinn bátur í Sandgerðishöfn. (.mov)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024