(Video) Auðunn kominn upp á yfirborðið að nýju
Kafarar á vegum Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. hafa lyft Auðuni, hafnsögubáti Reykjaneshafnar, af hafsbotni innsiglingarinnar til Sandgerðis. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom með bátinn í togi inn til hafnar í Sandgerði í kvöld. Auðunn var hins vegar ennþá neðansjávar en hékk í stórum og öflugum belgjum.
Nú er unnið að því að dæla sjó úr bátnum og stefnt að því að láta hann fljóta. Auðunn sökk þegar unnið var að björgun togarans Sóleyjar Sigurjóns GK í síðustu viku.
Video frá björguninni er komið inn á Sjónvarp Víkurfrétta hér á vf.is
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar unnið var við björgunaraðgerðir í kvöld.
Byrjað að lyfta Auðuni upp af hafsbotni...
... og hér er farið að sjást vel í hann.
Það var nóg af björgunarbátum í Sandgerði í kvöld. Fremst er það Þorsteinn, þá léttabátur af Tý og loks Hannes Þ. Hafstein.