Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. janúar 2002 kl. 11:25

Viðbyggingin við Grunnskóla Sandgerðis sennilega tilbúin fyrr en áætlað var

Það skotgengur að byggja við Grunnskólann í Sandgerði. Framkvæmdir hófust í júní á síðasta ári og verklok miðast við maí á þessu ári, Guðjón Þ. Kristjánsson skólastjóri segir að, að öllum líkindum ljúki Keflavíkurverktakar við bygginguna fyrr. Á síðasta ári var tekin í gagnið tengibygging sem tengi álmurnar saman en áfanginn sem nú er að rísa er stækkun á sérkennslurými og skrifstofubreytingar og framundan er svo að taka vinnuaðstöðu kennara í gegn. Eldhúsaðstaða er inni í byggingunni en ekki er búið að taka ákvörðun um það hvort farið verði að bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Áttatíu nemendur eru í grunnskólanum og þeir sem eru allan daginn fara heim til sín í hádeginu og koma svo aftur. Fram til þessa hefur verið mikil hreyfing á kennururm í Sandgerði en Guðjón segir þau hafa verið heppin þetta árið og að kennarahópurinn sé að þéttast og eflast og kennarar vilji vera áfram við skólann. Skólastjórnendur hafa verið að byggja upp gæðakerfi við skólann með aðstoð rekstrarráðgjafa, það fellst í því að gera gæðahandbók, þar sem þau lýsa því hvernig þau vilja að vinnan innan skólans sé. Því starfi er ekki enn lokið og að minnsta kosti tvö ár eftir í þeirri vinnu og svo stöðug endurskoðun á gæðakerfinu eftir það. Ekki er lengd viðvera við skólann en félagsmiðstöðin Skýjaborg er samstarfsverkefni skólans og íþrótta- og tómstundaráðs, og er hún til húsa í Reynisheimilinu. Dagskráin í félagsmiðstöðinni er svo mótuð af nemendaráði skólans og íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024