Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbygging FS gengur vel
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 12:07

Viðbygging FS gengur vel

Nýja viðbyggingin við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er farin að taka á sig mynd. Byggingin tengir saman Fjölbrautaskólann og Íþróttahúsið við Sunnubraut og er á þremur hæðum. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að framkvæmdir séu á réttum tíma enn sem komið er og vonar hann það besta. Nýja viðbyggingin á að vera tilbúinn þegar skólinn byrjar þann 23. ágúst n.k. en kennsla hefst þriðjudaginn 24. ágúst. „Í nýju byggingunni verður til að mynda bókasafn, fyrirlestrarsalur, nýtt tölvuver, fullkomnar raungreinastofur og almennar kennslustofar,“ sagði Ólafur Jón.

Breytingar verða í nær öllum skólanum og má þá helst nefna að allt verknám verður fært í elsta hluta skólans og þriðju hæðinni verður breytt í kennslustofur en þar var matsalurinn. Kennarastofan verður einnig færð og gerð verður ný aðstaða fyrir starfsdeildina. Í nýju byggingunni verður síðan matsalur fyrir bæði nemendur og kennara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024