Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2010 komin út
Mánudagur 1. mars 2010 kl. 09:03

Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2010 komin út


Viðamikil viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar fyrir árið 2010 er komin út. Hún var  kynnt á laugardaginn á vel sóttri kynningu á menningu og ferðaþjónustu í Grindavík. Kynningin fór fram í Saltfisksetrinu og gaf góða mynd af því öfluga starfi sem er í Grindavík í ferðaþjónustu. Grindvíkingar hafa lagt ríka áherslu á menningar- og sögutengda ferðaþjónustu enda er sagan við hvert fótmál þar um slóðir og á nógu að taka.
Á meðal þess sem framundan er í mars er dagskrá tend safnahelgi á Suðurnesjum og árleg menningarvika 13.-20. mars með þéttskipaðri dagskrá við allra hæfi.

Nánar verður greint frá efni ráðstefnunnar í næstu Víkurfréttum.

Hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur hér.

---

VFmynd/elg –Frá  kynningu á menningu- og ferðaþjónustu í Grindavík á laugardaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024