Viðbúnaður vegna lendingar eldsneytisvélar hersins
Boeing 707 eldsneytisflugvél frá Varnarliðinu, sem lenti í vandræðum með nefhjólsbúnað sinn, tókst að lenda á Keflavíkurflugvelli um eittleytið. Tekist hafði að koma nefhjóli vélarinnar niður eftir að áhöfn vélarinnar hafði verið í sambandi við sérfræðinga í Bandaríkjunum og fékk áhöfn vélarinnar heimild til lendingar. Viðbúnaður var á flugvellinum, meðal annars var slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli í viðbragðsstöðu með allan sinn búnað.Fjórir voru í áhöfn vélarinnar, sem er að gerðinni KC-135 Strato Tanker. Vélin fékk fylgd slökkvibíla á stæði á Varnarsvæðinu.
Myndin: Lending vélarinnar tókst vel, enda hafði tekist að koma lendingarbúnaði í lag. VF-mynd: Páll Ketilsson
Myndin: Lending vélarinnar tókst vel, enda hafði tekist að koma lendingarbúnaði í lag. VF-mynd: Páll Ketilsson