RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Viðbúnaður vegna gangtruflana í gámaflutningaskipi við Reykjanes
Varðskipið Þór sigldi þegar í stað í átt að gámaflutningaskipinu en varðskipið var statt við Suðausturland. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 14. janúar 2019 kl. 15:52

Viðbúnaður vegna gangtruflana í gámaflutningaskipi við Reykjanes

Landhelgisgæslan setti varðskip, þyrlu og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu laust eftir hádegi í dag vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi. Skipið var þá statt úti fyrir Reykjanesskaga og var næst landi um fjórar sjómílur SSA af Reykjanestá. 
 
Landhelgisgæslan vildi hafa varann á því sem búist er við því að vindur snúist í suðvestanátt síðdegis. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar beið í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli og varðskipið Þór sigldi þegar í stað í átt að gámaflutningaskipinu en varðskipið var statt við Suðausturland. Þá var varðskipið Týr gert tilbúið til að halda af stað frá Reykjavík. 
 
Á þriðja tímanum í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þær upplýsingar frá áhöfn skipsins að hætta á frekari gangtruflunum væri liðin hjá. Viðbúnaðarstig var þá lækkað. Skipið er nú komið fyrir Garðskaga og er væntanlegt til Reykjavíkur síðdegis.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025