Viðbúnaður vegna flugvélar
Viðbúnaður er þessa stundina á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar af Dornier gerð sem kemur inn til lendingar eftir um það bil hálftíma en annar hreyfill hennar er óvirkur. Tveir menn eru um borð í vélinni.
Uppfært kl. 16:58:
Vélin er lent heilu og höldnu. Hún var að koma frá Goose Bay í Kananda þegar drapst á öðrum hreyfli hennar.