Viðbúnaður í Keflavík vegna bréfs með hvítu dufti frá Rúanda
Mikill viðbúnaður var nú rétt áðan við vöruafgreiðslu Flutningaþjónustu Gunnars í Keflavík vegna dufts í bréfi sem barst með gámi frá Rúanda. Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum fjarlægðu bréfið og settu í lokaðar umbúðir. Lögreglan í Keflavík kemur bréfinu til rannsóknar.Gámurinn frá Rúanda var opnaður í morgun og var umslagið með vörusendingunni. Starfsmaður opnaði bréfið og hrundi duftið þá úr því. Hann henti frá sér bréfinu og setti sig strax í samband við rétta aðila. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan í Keflavík vinna eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Gámurinn hefur verið innsiglaður og hann og umhverfi hans úðað með sterku hreinsiefni.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson