Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í nótt
Talsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar tilkynning kom frá farþegaþotu um bilun í hreyfli. Hún var á leið til Bandaríkjanna frá Þýskalandi en um borð voru 45 bandarískir landgönguliðar. Lögregla og slökkvilið voru við öllu búin samkvæmt þeim viðbragðsáætlunum sem fara í gang við slíkar aðstæður.
Vélin lenti áfallalaust laust fyrir klukkan hálf fjögur í nótt.
--
Mynd/OK - Frá Keflavíkurflugvelli.