Mánudagur 20. júlí 2009 kl. 15:30
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli
Mikill viðbúnaðar var á Keflavíkurflugvelli í dag vegna Boeing 767 farþegaþotu frá United Airlines en hún þurfti að lenda vegna reyks sem kom upp í stjórnklefa. Um 200 manns voru um borð í vélinni. Vélin lenti heilu og höldnu og amar ekkert að farþegum.