Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var með talsverðan viðbúnað nú síðdegis þegar flugmaður lítillar tveggja hreyfla flugvélar tilkynnti að hann væri í vanda staddur. Tæki flugvélarinnar gáfu til kynna að eitt lendingarhjólið færi ekki niður. Svo reyndist ekki vera þegar á reyndi og lenti vélin heilu á höldnu. Vélin var að koma frá Reykjavík á leið til Vestmannaeyja og var henni snúið til Keflavíkur þegar í ljós kom hvers kyns var. Fimm farþegar voru um borð.
Flugvélin á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Flugvélin á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. VF-mynd: Ellert Grétarsson.