Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli – nýtt myndband
Einn mesti viðbúnaður um áraraðir var á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar farþegaflugvél frá Continental kom inn til öryggislendingar eftir að drepist hafði á öðrum hreyfli vélarinnar og hinn var á 82% afli. Sjúkrabílar, tækjabílar, sérsveitir björgunarliðs og lækna voru komnar á völlinn og viðbúbaður gerði ráð fyrir hinu versta. Allt fór þó vel.
Myndatökumaður Víkurfrétta hefur tekið saman syrpu videomynda sem sýna umstangið á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Myndbandið er í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is
Myndatökumaður Víkurfrétta hefur tekið saman syrpu videomynda sem sýna umstangið á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Myndbandið er í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is