Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Viðbrögð við ofrisi og spuna ekki rétt
  • Viðbrögð við ofrisi og spuna ekki rétt
    Frá lögreglurannsókn á slysstað þann 20. október 2012. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Laugardagur 11. október 2014 kl. 09:15

Viðbrögð við ofrisi og spuna ekki rétt

– Tveir létust þegar fisvél brotlenti nálægt Sléttunni

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn og sent frá sér skýrslu vegna flugslyss TF-303 nálægt fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi þann 20. október 2012.

Í samantekt á vef Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir: Þann 20. október 2012 fór kennari ásamt nemanda í kennsluflug á fisinu TF-303 frá fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi. Eftir um þriggja mínútna flug ofreis fisið í um 700 feta hæð yfir sjávarmáli. Því næst snérist fisið á hægri vænginn og fór í spuna til jarðar. Fisið brotlenti og létust báðir mennirnir sem um borð voru.

Skipt hafði verið um eldsneytisleiðslur fissins skömmu fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líklegt að við þá framkvæmd hafi gat myndast á nýju eldsneytisleiðsluna þar sem hún gekk í gegnum eldvarnarvegg á milli stjórnklefa og hreyfils. RNSA telur að eldsneyti hafi annað hvort lekið út um gatið á eldsneytisleiðslunni eða loft komist þar inn. Það hafi hindrað eðlilegt eldsneytisstreymi til hreyfilsins og valdið gangtruflunum með þeim afleiðingum að hreyfillinn missti afl.

RNSA telur því að ekki hafi verið um eiginlega hreyfilbilun að ræða, heldur truflun á gangi hreyfils af völdum lofts og/eða eldsneytisþurrðar hreyfils vegna gats á eldsneytisleiðslu í eldsneytisdreifikerfi á milli eldsneytisgeyma og hreyfils, nánar tiltekið við eldvegg fissins.

Gögn rannsóknarinnar benda til þess að eftir að fisið ofreis hafi nefi þess verið haldið uppi og bröttu ofrisi þannig viðhaldið með háu áfallshorni. Það er mat RNSA að viðbrögð flugmannanna við ofrisi og spuna hafi ekki verið rétt.

Fjórar tillögur í öryggisátt eru lagðar til.

Skýrsluna í heild má lesa hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024