Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbragðstími Brunavarna Suðurnesja sá besti samkvæmt mælingum Neyðarlínu
Miðvikudagur 18. mars 2009 kl. 22:31

Viðbragðstími Brunavarna Suðurnesja sá besti samkvæmt mælingum Neyðarlínu

Viðbragðstími Brunavarna Suðurnesja í sjúkraflutningum mældist sá besti á landsvísu miðað við mælingar sem Neyðarlínan stendur fyrir. Helsta ástæðan fyrir þessu er sú að Brunavarnir breyttu boðunarkerfi í janúar á þessu ári sem miðaði að því að nýta GSM síma í boðun á F-1 og F-2 sjúkraflutningum sem eru mestu forgangsflutningarnir.

Önnur slökkvilið hafa notast við þetta boðunarkerfi í nokkurn tíma með góðum árangri en eftir að Brunavarnir Suðurnesja tók þetta í notkun að þá mælumst við með besta viðbragðstímann á landinu.

Mælingin er miðuð við það að þegar hringt er í Neyðarlínu og beðið um sjúkrabíl  þá er mældur tíminn frá innhringunni og þar til sjúkrabíll fer af stöð og viðmiðunartíminn er 90 sekúndur. 

Fyrir breytinguna var BS einungis að ná að senda sjúkrabíl út í 77% tilvika undir 90 sekúndum en hækkar sig um 20% eða upp í 97% eftir að nýja kerfið var tekið upp. Þessi breyting hefur því skilað sér svo um munar og stefnan að sjálfsögðu að viðhalda þessum viðbragðstíma í framtíðinni, segir í frétt frá Brunavörnum Suðurnesja.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024