Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbragðstaða vegna flugvélar í vanda
Mánudagur 21. apríl 2008 kl. 09:28

Viðbragðstaða vegna flugvélar í vanda

Landhelgisgæslan var í viðbragðsstöðu í gærkvöldi eftir að flugmaður ferjuflugvélar tilkynnti flugstjórn á Keflavíkurflugvelli að rennslistruflanir væru í eldsneyti vélarinnar. Vélin var á leið frá Goosebay í Kanada til Keflavíkur. Þess var óskað að Landhelgisgæslan gerði ráðstafanir ef samband við vélina rofnaði.

Nokkru eftir tilkynninguna missti flugstjórn samband við vélina, og hafði Landhelgisgæslan samband við danskt varðskip sem var nálægt og gerði áhöfn skipsins ráðstafanir til björgunaraðgerða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Landhelgisgæslunnar náðist samband við vélina í gegnum aðra flugvél um klukkutíma eftir að samband hafði rofnað og tilkynnti flugmaður vélarinnar þá að allt væri komið í eðlilegt ástand og hélt hann áfram för sinni til Keflavíkur þar sem hann lenti heilu og höldnu í nótt.

www.mbl.is