Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbragðsaðilar þakka íbúum Grindavíkur góða samvinnu
Föstudagur 17. nóvember 2023 kl. 14:07

Viðbragðsaðilar þakka íbúum Grindavíkur góða samvinnu

Helsta verkefni viðbragðsaðila í dag fram til kl. 14 hefur verið að hleypa íbúum inn í 90 íbúðir eða fasteignir í Grindavík á mesta hættusvæðinu.  Vel hefur gengið.   Frá kl. 14 er helsta verkefni viðbragðsaðila að sinna fyrirtækjum sem eru inn á sama svæði sem er rauðlitað á meðfylgjandi kort frá Veðurstofu Íslands. 

Fyrirkomulag morgundagsins verður með svipuðum hætti.  Unnið verður áfram með íbúa á mesta hættusvæði bæjarins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðbragðsaðilar vilja koma á framfæri þakklæti til íbúa Grindavíkur og til þeirra sem reka þar fyrirtæki fyrir góða samvinnu við erfiðar aðstæður.  Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur en margir viðbragðsaðilar koma úr þeirra röðum.