Viðbót í bátaflota Sandgerðis
Útgerðarfélag Sandgerðis hefur nýlega fest kaup á tveimur bátum, Von GK og Konna Júl GK sem nú fær nafnið Kiddi Lár GK 501. Báður bátarnir hafa verið gerðir út frá Garði. Útgerðarfélag Sandgerðis er í eigu Ný-fisks í Sandgerði og er afli þeirra unnin þar.
Að sögn Birgis Kristinssonar, aðaleiganda Ný-fisks, verða tveir af minni bátum félagsins seldir í stað þeirra tveggja sem nú voru keyptir en með þeim fylgir 2000 tonna heildarkvóti, sem annar um 30% framleiðslunnar í Ný-fiski.
Með þessum kaupum er Ný-fiskur fyrst og fremst að tryggja sér hráefni samhliða því sem fyrirtækið kaupir á fiskmörkuðum en fyrirtækið hefur verið einn af stærstu þorskkaupendum á fiskmörkuðum hér á landi. Með bátakaupunum er verið að bregðast við minni þorskafla í kjölfar aflaskerðingar og þar af leiðandi minna framboði á fiskmörkuðum.
Mynd: Gísli Reynisson/aflafrettir.com. Konni Júl hefur fengið nafnið Kiddi Lár GK 501 og er gerður út frá Sandgerði.
Að sögn Birgis Kristinssonar, aðaleiganda Ný-fisks, verða tveir af minni bátum félagsins seldir í stað þeirra tveggja sem nú voru keyptir en með þeim fylgir 2000 tonna heildarkvóti, sem annar um 30% framleiðslunnar í Ný-fiski.
Með þessum kaupum er Ný-fiskur fyrst og fremst að tryggja sér hráefni samhliða því sem fyrirtækið kaupir á fiskmörkuðum en fyrirtækið hefur verið einn af stærstu þorskkaupendum á fiskmörkuðum hér á landi. Með bátakaupunum er verið að bregðast við minni þorskafla í kjölfar aflaskerðingar og þar af leiðandi minna framboði á fiskmörkuðum.
Mynd: Gísli Reynisson/aflafrettir.com. Konni Júl hefur fengið nafnið Kiddi Lár GK 501 og er gerður út frá Sandgerði.