Viðbætur fyrirhugaðar á íþróttamiðstöðinni í Vogum
Fjárhagsáætlun Vatnsleysustrandarhrepps fyrir árið 2005 var samþykkt á síðasta fundi hreppsnefndar. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttum rekstri. Varðandi fjárfestingar er gert ráð fyrir að setja Íþróttamiðstöðina inn í fasteignafélagið og jafnframt að byggja við hana. Í viðbyggingunni verður ný félagsmiðstöð auk þess sem búningsaðstaða verður stækkuð og geymslurými verður aukið.
Á næsta fundi hreppsnefndar verður sett á laggirnar þarfagreininganefnd sem hefur það hlutverk að
skilgreina þörfina á viðbótarrými og mun skila af sér tillögum með aðstoð hönnuða hússins. Aðrar fjárfestingar eru helst í gatna-og umhverfismálum. Gert er ráð fyrir að klára göngustíganetið í Vogum og gangstéttar við byggðar götur.
Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi: 379,1 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir: 337,2 millj. þ.a. 207,6 millj. launakostnaður.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða: 29,8 milljónir.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 8,1 milljón.
Veltufé frá rekstri: 33,6 milljónir.
Afborganir lána: 108,5 milljónir.
Fjárfestingar: -83,0 milljónir.
Afgangur eftir fjárfestingar og afborganir lána: 8,3 milljónir.
Stærstu rekstrarliðir eru:
Fræðslumál: 188,2 milljónir.
Íþrótta-og tómstundamál: 45,6 milljónir.
Hér má finna fjárhagsáætlunina í heild sinni
Tekið af vogar.is