Viðar Oddgeirsson jarðsunginn
Viðar Oddgeirsson, fréttaritari og starfsmaður RÚV var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í gær. Fjölmenni var við útförina en Sr. Karl Matthíasson jarðsöng. Kór Keflavíkurkirkju söng.
Viðar starfaði lengi sem fréttaritari RÚV á Suðurnesjum og var duglegur að safna margvíslegu myndefni sem tengist svæðinu. Á Byggðasafni Reykjanesbæjar eru um 5000 spólur með lifandi myndefni frá Suðurnesjum sem Viðar hafði unnið undanfarna áratugi. Síðustu sextán árin starfaði Viðar sem yfirmaður tæknisviðs fréttastofu RÚV. Viðar, sem var sextugur, lætur eftir sig tvo syni, fimm barnabörn og sambýliskonu.
Nánir samstarfsfélagar af RÚV og félagar hans úr stuðningsmannaklúbbi enska knattspyrnuliðsins Man. City hér á landi báru kistu hans við útförina.