Víða snjókoma eða él í dag
Klukkan 6 í morgun var suðaustlæg átt, víða 3-8 m/s og skýjað, en slydduél á stöku stað. Hlýjast var 5 stiga hiti við suður- og vesturströndina, en kaldast 7 stiga frost á Möðrudal.
Yfir N-Grænlandi er 1030 mb hæð, en við Lófót er kyrrstæð 987 mb lægð. Á Grænlandshafi er 1008 mb smálægð, sem þokast austsuðaustur.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Hæg suðaustlæg átt og þykknar upp. Austan og síðar norðaustan 5-10 m/s víða dálítil snjókoma eða él í dag og slydda suðaustanlands, en úrkomulítið suðvestan til. Hægara og rofar víða til í kvöld og nótt, en aftur suðaustan 8-13 með snjókomu vestan til á morgun. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands í dag, en annars vægt frost. Kólnar á morgun.
Yfir N-Grænlandi er 1030 mb hæð, en við Lófót er kyrrstæð 987 mb lægð. Á Grænlandshafi er 1008 mb smálægð, sem þokast austsuðaustur.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Hæg suðaustlæg átt og þykknar upp. Austan og síðar norðaustan 5-10 m/s víða dálítil snjókoma eða él í dag og slydda suðaustanlands, en úrkomulítið suðvestan til. Hægara og rofar víða til í kvöld og nótt, en aftur suðaustan 8-13 með snjókomu vestan til á morgun. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands í dag, en annars vægt frost. Kólnar á morgun.