Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 30. apríl 2006 kl. 11:27

Víða smáskúrir

Í morgun var hæg vestlæg eða breytileg átt og rigning á NA-landi, smáskúrir SV-lands en léttskýjað á SA-landi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Neskaupsstað.

Við norðausturströndina er 990 mb lægð sem hreyfist allhratt norður, en grunnt lægðardrag er fyrir vestan land. Um 300 km austnorðaustur af Hvarfi er 995 mb lægð á austurleið.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða smáskúrir. Léttir til á NA- og A-landi síðdegis. Austlæg átt á morgun, 3-10 m/s. Þurrt NA-lands, en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig að deginum, hlýjast austantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024