Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víða skúrir í dag
Föstudagur 1. júlí 2005 kl. 08:57

Víða skúrir í dag

Um klukkan sex í morgun var suðaustlæg átt á landinu, víða 5-8 m/s, en 8-10 við suðurströndina. Rigning eða súld sunnan- og suðaustanlands, en annars skýjað að mestu og úrkomulítið. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Vestfjörðum.

Skammt SV af Reykjanesi er víðáttumikil 989 mb lægð sem þokast VNV.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustan og austan 5-10 m/s. Rigning eða súld, einkum sunnanlands, en úrkomulítið á Norðurlandi. Snýst í suðvestan 5-10 m/s síðdegis, fyrst suðvestantil. Víða skúrir, einkum um landið sunnanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024