Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víða léttskýjað þegar líður á daginn
Fimmtudagur 12. júlí 2007 kl. 09:28

Víða léttskýjað þegar líður á daginn

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað þegar líður á daginn, þó síst við norður- og austurströndina. Hiti 6 til 20 stig, svalast á annesjum norðan- og austanlands, en hlýjast vestantil. Norðaustlæg átt ríkjandi á morgun með vætu öðru hverju norðan- og austanlands, en þurrt og bjart sunnan- og vestantil. Heldur kólnandi.

Faxaflói
Hæg austlæg átt og léttir til. Norðaustan 5-10 m/s norðantil á morgun. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands, en annars hægari. Rigning norðan- og austanlands, en síðdegisskúrir suðvestanlands. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt og skýjað að mestu. Væta öðru hvoru norðan- og austanlands, en líkur á síðdegisskúrum suðvestan til. Heldur svalara veður.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024