Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:20

VÍÐA BRENNUR EF VEÐURGUÐIRNIR LEYFA!

Áramótabrennur verða í öllum byggðarlögum Suðurnesja um áramótin ef veður leyfir. Eftirfarandi er listi yfir brennur í umdæmi Brunavarna Suðurnesja. Brennur í Grindavík og Sandgerði eru á hefðbundnum stöðum. Reykjanesbær: Vestan við Bragavelli ofan við reiðveg, kveikt í kl. 20.30 Fyrir ofan Innri-Njarðvík, kveikt í kl. 21.00. Við Suðurvelli 12-16, fyrir ofan reiðveg, kveikt í kl. 20.30 Neðan við Heiðargil, kveikt í kl. 20.30. Vogar: Fyrir norðan íþróttavöll, kveikt í kl. 21.00 Garður: Fyrir ofan fiskverkunina Háteig, kveikt í kl. 20.30 Neðan við Réttarholt í fjörunni, kveikt í kl. 20.30 Hafnir: Ein stærsta brenna Suðurnesja verður skammt utan við byggðina í Höfnum. Jón Borgarsson, löggilltur eigandi Hafna og nágrennis, er brennustjóri og mun sjá til þess að allt fari löglega fram...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024