Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víða bleikt á Suðurnesjum
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 14:39

Víða bleikt á Suðurnesjum

Bleikri lýsingu hefur verið komið fyrir víða á Suðurnesjum. Það er gert til að minna á átak Krabbameinsfélags Íslands en í október hvert ár er bleika slaufan seld. Með henni er verið að efla krabbameinsrannsóknir hjá konum, hvort sem um er að ræða legháls- eða brjótsakrabbameinsskoðun.

Í Reykjanesbæ hafa bæjarhliðin á Stapanum og einnig við Aðalgötu verið lýst upp með bleikum ljósum. Ráðhús bæjarins er einnig bleikt og snúni Effelturninn á Þjóðbraut.

Allar kirkjur Suðurnesja hafa verið lýstar upp með bleikum ljósum og í öllum sveitarfélögum svæðisins hefur verið komið upp bleikum ljósum sem lýsa upp mannvirki og listaverk.



Meðfylgjandi myndir eru af bæjarhliðinu við Aðalgötu og Keflavíkurkirkju sem var fagurbleik í ljósaskiptunum í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024